top of page

Annað bikarmót haustannar – Kópavogur

  • HNÍ
  • Sep 23
  • 3 min read

Annað bikarmót haustannar í hnefaleikum fór fram laugardaginn 20. september í Kópavogi þar sem keppendur úr félögum um land allt stigu í hringinn. Sigurvegarar fengu 10 stig fyrir sigur, en þeir sem töpuðu sínum viðureignum fengu 5 stig.

Stemningin í salnum var frábær og sást vel hversu mikilvæga stöðu bikarmótin hafa fyrir uppbyggingu íþróttarinnar. Þar fá bæði reyndir og ungt, efnilegt hnefaleikafólk tækifæri til að spreyta sig reglulega í hringnum.


Úrslit úr 2. bikarmóti

  • +90 kg Elite karlar: Sigurjón Guðnason (Bogatýr) sigraði Ágúst Davíðsson (Þór)

  • –80 kg A Elite karlar: Bjarni Ottósson (HFR) sigraði Álvaro Heredero López (Æsir)

  • –80 kg Byrjendur: Dagur Hringsson (Bogatýr) sigraði Alex Orra Ívarsson (HR)

  • –75 kg Elite karlar: Jón Ólafur Haraldsson (Þór) sigraði Simon Kristjánsson (HFK)

  • –70 kg Elite karlar: Nóel Freyr Ragnarsson (HR) sigraði Viktor Zoega (Bogatýr)

  • –65 kg Elite karlar: Seyam Omar (HR) sigraði Carles Belenguer Cortina (Æsir)

  • –80 kg U19/U17: Yahya Ghazali (HFK) sigraði Bragi Freyr Eiríksson (Þór)

  • –70 kg U19 karlar: Kristján Eðvarsson (HR) sigraði Sindra Þór Einarsson (HFH)

  • –65 kg U19 karlar: Volodomyr Moskvychov (HAK) sigraði Krzysiu Karykowski (HFK)

  • –70 kg U17 karlar: Arnar Geir (Þór) sigraði Ísak Loga Weaver (HFR)

  • –60 kg U15: Sigurbergur Einar Jóhannsson (HR) sigraði Artem Gorshenin (HAK)


Staðan í bikarmótaröðinni eftir tvö mót


ELITE

  • +90 kg: Sigurjón Guðnason (Bogatýr) – 20 stig | Ágúst Davíðsson (Þór) – 10 stig

  • –80 kg A: Bjarni Ottósson (HFR) – 20 stig | Álvaro Heredero López (Æsir) – 10 stig

  • –80 kg Byrjendur: Tristan Máni (HAK) – 10 stig | Alex Orri Ívarsson (HR) – 10 stig | Dagur Hringsson (Bogatýr) – 10 stig

  • –75 kg Elite: Jón Ólafur Haraldsson (Þór) – 20 stig | Gauti Már (HFR) – 5 stig | Simon Kristjánsson (HFK) – 5 stig | Oscar Senciane García (Bogatýr) – 0 stig

  • –70 kg Elite: Nóel Freyr Ragnarsson (HR) – 10 stig | Viktor Zoega (Bogatýr) – 5 stig

  • –65 kg Elite: Seyam Omar (HR) – 20 stig | Carles Belenguer Cortina (Æsir) – 10 stig

Unglingaflokkar

  • –80 kg U19/U17 byrjendur: Yahya Ghazali (HFK) – 10 stig | Bragi Freyr Eiríksson (Þór) – 5 stig

  • –70 kg U19 byrjendur: Kristján Eðvarsson (HR) – 20 stig | Sindri Þór Einarsson (HFH) – 10 stig

  • –65 kg U19 byrjendur: Volodomyr Moskvychov (HAK) – 20 stig | Krzysiu Karykowski (HFK) – 10 stig

  • –70 kg U17 byrjendur: Arnar Geir (Þór) – 20 stig | Ísak Logi Weaver (HFR) – 10 stig

  • –60 kg U15 byrjendur: Sigurbergur Einar Jóhannsson (HR) – 10 stig | Artem Gorshenin (HAK) – 5 stig


Fyrirkomulag mótaraðarinnar

Bikarmótaröðin samanstendur af þremur mótum. Fyrir sigur hljóta keppendur 10 stig, en þeir sem tapa sínum viðureignum hljóta 5 stig. Að loknum öllum mótunum verður bikarmeistari krýndur sá sem safnað hefur flestum stigum í sínum flokki.


Þakklæti

HNÍ vill koma á framfæri innilegu þakklæti til Hnefaleikafélags Kópavogs fyrir frábært samstarf og aðstöðu, sem og til dómara og mótanefndar fyrir ómetanlegt framlag til þess að tryggja faglega framkvæmd mótsins. Slíkt samstarf og sjálfboðaliðastarf er burðarás í uppbyggingu hnefaleika á Íslandi.


Næsta mót

Þriðja og síðasta bikarmót haustannar fer fram hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur laugardaginn 6. október. Þar mun ráðast endanlega hverjir verða bikarmeistarar haustannar 2025.


ree

 
 
 

Comments


Hnefaleikasamband Íslands

Engjavegur 6, 104 Reykjavík 

Iceland

KT. 640806-0950 

hni@hni.is 

  • YouTube
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page