• HNÍ

Íslandsmeistaramót Hnefaleikasambandsins fór fram um helgina í húsakynnum Hnefaleikafélags Reykjaness. Þar öttu kappi keppendur í 7 þyngdarflokkum, elite karla og kvenna ásamt ungmennum. Undanviðureignir á laugardeginum voru 3, ein í -64kg flokki karla og tvær í -75kg flokki karla.

Úrslit voru eftirfarandi:

-64kg flokkur karla

Alexander Punchkov (HR) - Fannar Ragnarsson (HR)

Alexander sigrar á klofinni dómaraákvörðun (2-1) og fór því í úrslit.

-75kg flokkur karla

Bjarni Ottósson (HR) - Jóhann Fr. Karlsson (ÆSIR)

Bjarni sigrar með einróma ákvörðun dómara (3-0) og fór því í úrslit. Jóhann leikur um bronsið.

Kristinn Godfrey Guðnason (ÆSIR) - Björn Snævar Björnsson (HFR)

Björn sigrar með einróma ákvörðun dómara (3-0) og fór því í úrslit. Kristinn leikur um bronsið.

Á sunnudeginum fóru fram 7 viðureignir, bæði úrslit og bronsviðureignir.

Úrslitin voru eftirfarandi: -64 kg flokkur ungmenna Emin Kadri Eminsson (HFK) - Máni Meyer (ÆSIR)

Emin sigar með tæknilegu rothöggi í byrjun þriðju lotu, er þetta annar Íslandsmeistara titill Emins, en fyrsti í flokki ungmenna. -64 kg flokkur karla Þórður Bjarkar (HFK) - Alexander Puchkov (HR)

Þórður Bjarkar sigrar með einróma ákvörðun dómara (5-0) og er því Íslandsmeistari í -64 kg annað árið í röð. -69 kg flokkur karla Ásgrímur Egilsson (HFK) - Daníel Alot (HR)

Ásgrímur sigrar með klofinni dómara ákvörðun (4-1) og er því Íslandsmeistari í -69 kg annað árið í röð. -75 kg flokkur karla Björn Snævar Björnsson (HFR) - Bjarni Ottóson (HR)

Björn Snævar sigrar með klofinni dómara ákvörðun (4-1) og er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill Björns síðan 2009. -75 kg flokkur kvenna Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (HR) - Kristín Sif Björgvinsdóttir (HR) Ingibjörg sigrar með klofinni dómara ákvörðun (4-1). Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill Ingibjargar, sá fyrsti í -75 kg flokki. -81 kg flokkur karla Tómas Einar Ólafsson (HFK) - Magnús Marcin (HFR)

Tómas sigrar með klofinni dómara ákvörðun (4-1) og er því Íslandsmeistari í -81 kg annað árið í röð. -91 kg flokkur karla Kristján Kristjánsson (HFK) - Elmar Gauti Halldórsson (HR) Kristján sigrar með einróma ákvörðun dómara (5-0) og er því Íslandsmeistari í -91 kg þriðja árið í röð. Emin Kadri Eminsson var valinn boxari kvöldsins, og fékk því afhentan Bensa bikarinn til vörslu fram að næsta Íslandsmeistaramóti. Einnig var viðureign Emins og Mána valinn sú tæknilegasta.

Myndir er að finna hér á síðunni undir myndir og video er að finna á youtube rás HNÍ.

#ÍM2018 #Hnefaleikar #HNÍ

  • HNÍ

Hnefaleikasamband Íslands heldur ÍM2018 dagana 22. til 25. febrúar næstkomandi. Fyrri undanviðureignir verða í húsakynnum HFH í Hafnarfirði og seinni undanviðureignir og úrslit verða haldin í húsakynnum HFR í Reykjanesbæ.Hnefaleikafólk ársins 2017 hefur verið valið í kosningu allra félaga innan vébanda HNÍ. Til lukku Margrét og Jafet.

Margrét Guðrún Svavarsdóttir

Margrét er 19 ára og hefur æft hnefaleika frá árinu 2012. Margrét hóf feril sinn í diplomahnefaleikum og lauk öllum þrepum diplomastigans á tveimur árum. Hún hefur unnið til gullverðlauna á erlendum stórmótum, þar á meðal á Hvidovre Box Cup 2014. Á árinu hefur Margrét unnið allar innlendar viðureignir sínar, þar á meðal er hún núverandi Íslandsmeistari í -75kg flokki kvenna. Á Norðurlandameistaramótinu í Danmörku í ár fékk hún silfrið í sínum flokki eftir jafnan úrslitaleik. Margrét er fyrirmyndar íþróttakona, innan og utan vallar. Hún sinnir sjálfboðaliðastörfum fyrir sambandið og sækir námskeið á þeirra vegum.

Jafet Örn Þorsteinsson

Jafet er 28 ára og hefur æft hnefaleika frá því hann var unglingur, fyrst í Svíþjóð og seinna hér á landi. Jafet hefur verið mjög virkur á árinu og byrjaði árið með að tryggja sér Íslandsmeistaratitillinn í fjórða sinn. Jafet var valinn hnefaleikamaður Íslandsmeistaramótsins í þriðja sinn í röð og hlaut fyrir vikið Bensabikarinn til eignar. Hann keppti á fjórum stórmótum erlendis á árinu. Í apríl keppti hann fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu enn þar tapaði hann á klofinni dómaraákvörðun á móti Oliver Flodin sem mun keppa fyrir Svíþjóð á Ólympíuleikunum 2020. Því næst keppti hann í júní á Haringey mótinu í Englandi, (430 keppendur skráðir). Þar keppti Jafet í A klass flokki en slasaðist í annarri lotu eftir skalla í fyrstu viðureign og fór ekki áfram á mótinu. Því næst keppti Jafet í nóvember á ACBC í Gautaborg (450 keppendur skráðir) en þar tapaði hann á klofinni dómaraákvörðun í fyrstu viðureign á móti sigurvegara mótsins eftir mjög jafnan og skemmtilegan bardaga. Jafet keppti síðan fyrir hönd Íslands í nóvember á Tammer Tournement í Finnlandi enn þar datt Jafet út í fyrstu viðureign á móti sigurvegara mótsins frá því í fyrra en var landi sínu til sóma í stærsta flokki mótsins.

#HNÍ

FRÉTTIR

 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands

Icelandic Boxing Federation

Engjavegur 6  |  104 Reykjavík  |  Iceland

KT. 640806-0950  |  hni@hni.is

  • Facebook Social Icon
  • YouTube Social  Icon
  • Instagram Social Icon