top of page

Fyrsta bikarmót haustins - Ljósanótt 6 september

  • HNÍ
  • Sep 1
  • 1 min read

Hnefaleikasamband Íslands (HNÍ) í samstarfi við Hnefaleikafélag Reykjaness stendur fyrir fyrsta bikarmóti haustannar laugardaginn 6. september kl. 13:00 í Blue Höllinni í Reykjanesbæ.


Mótið er hluti af dagskrá Ljósanætur og er einstakt tækifæri fyrir áhorfendur til að fylgjast með efnilegum hnefaleikamönnum og -konum sýna styrk, tækni og keppnisskap í hringnum.


Áhorfendur fá á staðnum QR-kóða sem hægt er að skanna til að taka þátt í kosningu á vinsælasta boxara dagsins. Vinsælasti boxarinn hlýtur sérstök verðlaun að upphæð 100.000 krónur.


„Við erum spennt að hefja haustönnina með kraftmiklu móti á Ljósanótt og bjóða íbúum og gestum Reykjanesbæjar að upplifa alvöru hnefaleikaandrúmsloft,“ segir stjórn HNÍ.

 

Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Staðsetning: Blue Höllin, Reykjanesbær

Dagsetning: Laugardagur 6. september

Tímasetning: kl. 13:00 - Húsið opnar klukkan 12:00

 

HNÍ hvetur alla áhugamenn um íþróttina til að mæta og styðja við ungt og efnilegt hnefaleikafólk.

ree

 
 
 

Comments


Hnefaleikasamband Íslands

Engjavegur 6, 104 Reykjavík 

Iceland

KT. 640806-0950 

hni@hni.is 

  • YouTube
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page