Hnefaleikasamband Íslands var stofnað 30. september 2015. Sambandið varð 31. sérsambandið innan ÍSÍ.
Um 700 iðkendur eru í ólympískum hnefaleikum hjá sex héraðssamböndum hér á landi og umsókn liggur fyrir hjá því sjöunda. Íþróttin er stunduð í eftirtöldum héraðssamböndum/íþróttabandalögum innan ÍSÍ:
Íþróttabandalagi Reykjavíkur, Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar, Íþróttabandalagi Reykjaness, Íþróttabandalagi Akraness og Ungmennasambandi Kjalarnessþings.
Stofnþing Hnefaleikasambands Íslands var haldið í höfuðstöðvum ÍSÍ og þá var kosið í fyrstu stjórn sambandsins. Í stjórninni eru fjórir karlar og tvær konur en þrjár konur skipa varastjórn.
Stjórn Hnefaleikasambands Íslands 2015
Formaður Ásdís Rósa Gunnarsdóttir
Stjórnarmenn Árni Stefán Ásgeirsson Bergþór Hólmarsson Eyrún Inga Sævarsdóttir Jónas Heiðar Birgisson Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Stefán Breiðfjörð Gunnlaugsson
Varastjórn Rakel Gísladóttir Berglind Gunnarsdóttir Sólveig Harpa Helgadóttir