Skyndihjálparnámskeið
- HNÍ
- Dec 8, 2016
- 1 min read
Laugardaginn 28. janúar nk. verður Rauði Krossinn með skyndihjálparnámskeið í húsakynnum ÍSÍ. Er þetta samstarfsverkefni Rauða Krossins og HNÍ um að setja saman námskeið sem tekur á höfuð og höggáverkum og öðrum þáttum til að tryggja öryggi keppenda í hnefaleikum. Öllum sem vinna innan vébanda HNÍ er frjálst að skrá sig á námskeiðið en ákveðinn hámarksfjöldi kemst inn.
Farið verður yfir eftirfarandi:
Fjögur skref skyndihjálpar
· Tryggja öryggi á vettvangi · Meta ástand slasaðra eða sjúkra · Sækja hjálp · Veita skyndihjálp
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð
· Að athuga viðbrögð, opna öndunarveg og athuga öndun · Hjartahnoð og blástursaðferð(endurlífgun) · Sjálfvirkt hjartastuð (notkun AED tækja) · Aðskotahlutur í öndunarvegi
Skyndihjálp og áverkar ( tekið sérstaklega á þessum þáttum )
· Innvortis- og útvortis blæðingar · Áverkar á höfði, hálsi eða baki
Skyndihjálp og bráð veikindi
· Brjóstverkur · Bráðaofnæmi · Heilablóðfall · Flog · Sykursýki · Öndunarerfiðleikar
Sálrænn stuðningur
· Streita í neyðartilfellum · Tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp · Sálrænn stuðningur.
Engin námskeiðsgjöld verða tekin og er öllum innan vébanda HNÍ velkomið að sækja þetta námskeið. Skráning fer fram á hni@hni.is. Vinsamlegast takið fram nafn, kennitölu og aðildarfélag.
Fræðslunefnd HNÍ.
Comments