top of page
  • HNÍ

Mót til heiðurs 100 ára afmæli Guðmundar Arasonar


Næstkomandi laugardag 16. mars mun HNÍ í samstarfi við HFK halda minningarmót til heiðurs 100 ára afmæli Guðmundar Arasonar. Mótið verður haldið í húsakynnum HFK að Smiðjuvegi 28, Kópavogi. Húsið opnar kl.15 og leikar hefjast kl.16. Á undan hefðbundnum leikjum munu gamlir nemendur Guðmundar sýna hnefaleikastíl Guðmundar í hringnum og í lok leika verður afhentur farandbikar fyrir besta boxara mótsins. Guðmundur stundaði hnefaleika frá 14 til 85 ára. Hann barðist ötullega fyrir lögleiðingu á hnefaleikum í 45 ár. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og kynnast sögu þessa merka manns.


Recent Posts

See All

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram þriðjudaginn 4 apríl í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík. Samþykktar voru breytingar á reglugrein 2.2 og einnig breytingar á nýrri gjaldskrá HNÍ sem

bottom of page