Síðastliðinn laugardag var fyrsta mót í vor bikarmótaröð HNÍ í húsakynnum Hnefaleikafélags Reykjavíkur, WCBA. Þetta var fyrsta mótið í nýja húsnæði HR og var húsið stútfullt af áhorfendum. Glæsilegt mót í alla staði og voru 13 frábærar viðureignir.
1. Viktor Zoega (Bogatýr) hafði 2-1 sigur gegn Gabriel Waren (HR) í fyrstu viðureign í -67kg Youth karla.
2. Davíð Ísak Filipovic hafði 3-0 sigur gegn Benedikt Gylfa Eiríkssyni i í -81kg Youth karla í annarri viðureign mótsins.
3. Í þriðju viðureign hafði Ibrahim Kolbeinn Jónsson (Bogatýr) sigur á RSCH í fyrstu lotu gegn Mikael Sævarssyni (HFK) í -63,5kg Elite karla.
4. Fjórða viðureignin í flokki -67kg Elite karla féll Alexander Irving Jr. (GFR) í vil í mjög spennandi bardaga gegn Zalmai Jasur (HFK), 3-0.
5. Fimmta viðureignin var í flokki -67kg Elite karla og þar vann Hákon Örn Arnórsson (GFR) 2-1 sigur á Börk Kristinssyni (GFR) eftir mjög jafnan bardaga.
6. Hilmir Örn Ólafsson (HR) hafði 3-0 sigur gegn Hafþóri Magnússyni (HFH) í -67kg flokki Elite karla.
7. Þær Íris Daðadóttir (HR) og Sóley Sara David (Bogatýr) kepptu í flokki -70kg Elite kvenna og hafði þar Íris 3-0 sigur eftir æsispennandi bardaga.
8. Í áttundu viðureign hafði Tetur Þór Ólafsson (HR) 3-0 sigur á Sveinn Sigurbjarnarson (ÞÓR) í -75kg flokki Elite karla.
9. Níunda viðureignin var í flokki -80kg flokki Elite karla og þar tók hann Mantas Kirsis (Bogtýr) 2-1 sigur eftir jafnan bardaga gegn honum Khalid Younsi (GFR)
10. Þeir Elmar Gauti Halldórsson (HR) og Þorsteinn Helgi Sigurðarsson (HFH) mættust í tíundu viðureigninni og kepptu í flokki -92kg flokki Elite karla. Hann Elmar Gauti hafði 3-0 sigur eftir tæknilegan og spennandi bardaga.
11. Blazej Galant (GFR) hafði 2-1 gegn Sigurjóni Arnórssyni (HFK) í -92kg flokki Elite karla.
12. Í næst síðustu viðureign mættust þeir Rúnar Svavarsson (HFK) og Elmar Freyr Aðalheiðarsson (ÞÓR) í flokki +92kg flokki Elite karla og hafði hann Elmar 3-0 sigur í þeirri viðureign.
13. Lokaviðureign mótsins var svo á milli Péturs Stanislav Karlssonar (HFH) og Ágústar Davíðssonar(ÞÓR) í flokki +92kg Elite karla og vann Pétur 3-0 sigur á Ágústi.
コメント