top of page
  • HNÍ

ICEBOX mót í Kaplakrika



Síðasta laugardag hélt Davíð Rúnar Bjarnarson, þjálfari hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur upp á glæsilegt ólympískt hnefaleikamót í Kaplakrika. Mikið af efnilegu hnefaleikafólki tóku þátt á mótinu og voru í heildina tólf mjög flottar viðureignir. Á mótinu kepptu einnig tveir Írskir hnefaleikamenn frá Crumlin BC sem komu til Íslands aðeins til að keppa á mótinu og þeir kepptu við þá Steinar Thors og Emin Kadri. Að móti loknu voru gefnir veglegir vinningar fyrir flottasta Junior bardaga kvöldins, flottasta bardaga kvöldins og síðast en ekki síst hnefaleikamanns kvöldins.

Þeir Mikael Hrafn (HR) og Ísak Guðnason (HFK) hlutu verðlaun fyrir flottasta Junior bardaga kvöldins og þeir Jón Marteinn (ÆSIR) og Hákon Garðarsson (HR) hlutu verðlaun fyrir flottasta bardaga kvöldins. Að lokum þá varð hann Steinar Thors (HR) valin hnefaleikamaður kvöldsins eftir gríðarlega flottan bardaga við Michael McCrane (Crumlin BC).


Hér fyrir neðan eru niðurstöður viðureignanna:


  1. Erika Nótt (HR) vs. Hildur Kristín (HR) kepptu í U17 -54kg flokki kvenna. Hildur Kristín tók sigur að dómaraákvörðun

  2. Mikael Helgason (HR) vs. Ísak Guðnason (HFK) kepptu í U17 -67 kg flokki karla . Mikael Helgason tók sigur eftir klofna dómaraákvörðun.

  3. Ólíver Örn (HR) vs. Aron Haraldsson (HFH) kepptu í U17 -71 kg flokki karla. Ólíver Örn tók sigur að dómaraákvörðun

  4. Hákon Garðarsson (HR) vs. Jón Marteinn (ÆSIR) kepptu í U19 -75 kg flokki karla. Jón Marteinn tók sigur eftir klofna dómaraákvörðun.

  5. Róbert Merlín (HR) vs. Arthur Poloveevs (BOGATÝR) kepptu í Elite -75 kg flokki karla. Arthur Poloveevs tók sigur að dómaraákvörðun.

  6. Aron Franz (HR) vs. Úlfur Ísfeld (BOGATÝR) kepptu í Elite -75 kg flokki karla. Aron Franz tók sigur að dómaraákvörðun.

  7. Ólíver Hólm (HFH) vs. Edgar Zarkevics (BOGATÝR) kepptu í Elite -86 kg flokki karla. Edgar Zarkevics tók sigur að dómaraákvörðun.

  8. Haraldur Hjalti (HFR) vs. Raivis Katens (BOGATÝR) kepptu í Elite -86 kg flokki karla. Raivis Katens tók sigur í annari lotu eftir að bardagi var stöðvaður.

  9. Elmar Gauti Halldórsson (HR) vs. Þorsteinn Helgi (ÆSIR) kepptu í Elite -86 kg flokki karla. Elmar Gauti tók sigur að dómaraákvörðun.

  10. Emin Kadri (HFK) vs. Craig Kavanagh (Crumlin BC) kepptu í Elite -71 kg flokki karla. Emin Kadri tók sigur að dómaraákvörðun.

  11. Steinar Thors (HR) vs.Michael McCrane (Crumlin BC) kepptu í Elite -8 kg flokki karla. Steinar Thors tók sigur að dómaraákvörðun.

bottom of page