top of page
  • HNÍ

Norðurlandamótið 2018


Norðurlandamótið í Hnefaleikum 2018 verður haldið nú um helgina í Osló, nánar tiltekið á Thon Hotel Oslo Airport, 24.-25. mars. Undankeppni hefst á laugardeginum kl 14:00 og úrslit á sunnudeginum kl 11:00.

Norðurlandamótið samanstendur af keppendum frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi.

Í ár sendir Ísland fjóra keppendur, tvo þjálfara og tvo dómara á mótið. Með í för eru þrír starfsmenn Hnefaleikasambandsins.

Keppendur eru:

  • Ásgrímur Gunnar Egilsson, -69 kg elite karla

  • Jafet Örn Þorsteinsson, -81 kg elite karla

  • Kristján Ingi Kristjánsson, -91 kg elite karla

  • Kristín Sif Björgvinsdóttir, -75 kg elite kvenna

Listi allra keppenda á mótinu er að finna á eftirfarandi slóð: https://boksing.no/2018/03/alle-deltagere-til-nordisk-mesterskap-2018/

Einnig er hægt að fylgjast með streymi af mótinu á vefslóðinni http://www.knockout.no/ eða http://live.knockout.no/nordic-boxing-championship-live-stream/

Með kveðju,

Hnefaleikasamband Íslands

bottom of page