top of page
  • HNÍ

Undanúrslit á Íslandsmeistaramóti




Í dag fóru fram undanúrslit á Íslandsmeistaramóti í hnefaleikum. Mótið fer fram í húsakynnum VBC að Smiðjuvegi 28, 200 Kópavogi. Í undanúrslitum voru aðeins tvær viðureignir en báðar mjög spennandi. á morgun keppa svo sigurvegarar dagsins í úrslitum um íslandsmeistaratitilinn og hinir tveir keppa um bronsið. Hér koma svo niðurstöður viðureigna:

  1. Aleksandrs Baranovs og Hákon Garðarsson kepptu í -75kg flokki elite karla. Viðureignin var mjög jöfn en hann Aleksandrs tók þó sigur að lokum eftir klofinn dómara úrskurð.

  2. Jón Marteinn og Baldur Hrafn kepptu einnig í -75kg flokki elite karla og var þetta mjög spennandi og flott viðureign. Jón Marteinn tók svo sigur að lokum eftir einróma dómara ákvörðun.


Þeir Aleksandr Baranovs og Jón Marteinn keppa því um íslandsmeistaratitilinn á morgun og þeir Hákon Garðarsson og Baldur Hrafn keppa svo um bronsverðlaunin í -75kg flokki elite karla.


bottom of page