top of page
  • HNÍ

Undanúrslit ÍM

Undanúrslitakeppni og fyrsti dagur ÍM var haldin í dag í WCBA i Reykjavík. Það voru fimm æsispennandi viðureignir og áhorfendur mjög spenntir að sjá hverjir kæmust áfram í úrslit. Niðurstöður viðureignanna eru eftirfarandi:

Mikael Hrafn (HR) og Viktor Zoega (Bogatýr) í -67kg U19 karla, voru fyrstir til að stíga inn í hringinn og var þetta mjög tæknileg og flott viðureign. Mikael Hrafn tók sigur að lokum eftir klofna dómaraákvörðun.


Næstir voru það Benedikt Gylfi (HFH) og Sveinn Sigurbjarnarson (ÞÓR) í -80kg U19 karla og sýndu þeir einnig fram á glæsilega tækni og voru þeir ansi jafnir. En Benedikt hafði yfirhöndina og sigraði viðureignina eftir klofna dómaraákvörðun.


Björn Snævar (HFR) og Khalid Younsi (GFR) í -80kg Elite karla, mættust svo í þriðju viðureign dagsins. Þetta var hörku viðureign og griðarlega spennandi. Hann Björn sigraði þessa viðureign á klofni dómaraákvörðun.


Í næst síðustu viðureign dagsins mættust þeir Elmar Gauti (HR) og Alexander Baranovs (Bogatýr) einnig í -80kg flokki Elite karla. Báðir stóðu sig mjög vel en hann Elmar hafði yfirhöndina og tók sigur að lokum.


Magnús Kolbjörn (HFK) og Rúnar Svavarsson (HFK) í +92kg flokki Elite karla mættust svo í síðustu viðureign dagsins. Þetta var mjög skemmtileg viðureign, enda mjög reyndir hnefaleikamenn. Magnús sigraði að þessu sinni.


Á morgun verður svo úrslitakeppni þar sem krýndir verða Íslandsmeistarar í hnefaleikum 2023. Úrslitin hefjast kl13:30 í WCBA og það er frítt inn svo við hvetjum alla til að koma að hvetja þetta flotta hnefaleikafólk! Hrikalega spennandi að sjá hverjir taka titlanna að þessu sinni!


bottom of page