top of page

Viktor Zöega keppir fyrir Ísland á Evrópumeistaramóti U23

  • HNÍ
  • 5 days ago
  • 1 min read

Íslenski hnefaleikamaðurinn Viktor Zöega úr Bogatýr keppir þessa dagana á sínu fyrsta stórmóti fyrir hönd Íslands þegar hann tekur þátt í Evrópumeistaramóti U23 í Búdapest.

Viktor keppir í -70 kg flokki og var dreginn gegn keppanda frá Úkraínu, bardaginn fer fram á morgun um kl. ~11:30.

Viktor hefur sýnt mjög góðan árangur bæði á innlendri og erlendri grundu undanfarið og ríkir mikil spenna innan íslenska hópsins að sjá hann stíga í hringinn á þessu sterka móti.


Með honum í för er þjálfari hans, Nikita Stepanovs, en þeir héldu út í gær.


Evrópumeistaramótið í ár er eitt það fjölmennasta til þessa. Samkvæmt erlendum fréttum taka nær 300 hnefaleikarar þátt, þar á meðal nokkrir Ólympíufarar frá París 2024. Mótið stendur yfir til 30. nóvember.


👉 Hægt verður að horfa á bardagann beint hér:


Hnefaleikasamband Íslands óskar Viktori góðs gengis og hvetur alla til að fylgjast með á morgun.


ree

 
 
 

Recent Posts

See All

Comments


Hnefaleikasamband Íslands

Engjavegur 6, 104 Reykjavík 

Iceland

KT. 640806-0950 

hni@hni.is 

  • YouTube
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page