Viktor Zöega sýndi góða takta á sínu fyrsta stórmóti – féll naumt gegn Úkraínu
- HNÍ
- 11 minutes ago
- 1 min read
Íslenski hnefaleikamaðurinn Viktor Zöega úr Bogatýr lauk keppni á sunnudaginn á sínu fyrsta stórmóti fyrir hönd Íslands, þegar hann mætti keppanda frá Úkraínu á Evrópumeistaramóti U23 í Búdapest.
Viktor tapaði að þessu sinni, en stóð sig afar vel og sýndi mjög flottan árangur í hringnum gegn sterkum andstæðingi. Bardaginn var jafn og krafðist mikillar baráttu, og var greinilegt að Viktor er vel samkeppnishæfur á þessu stigi.
Mótið í ár er eitt það sterkasta í U23 flokki, með nær 300 keppendur frá öllum hornum Evrópu, þar á meðal nokkra Ólympíufara, og því um afar krefjandi vettvang að ræða fyrir unga keppendur.
Þrátt fyrir úrslitin var þetta mjög verðmæt reynsla fyrir ungan og efnilegan hnefaleikamann sem á framtíðina fyrir sér. Markmiðið nú er að byggja ofan á þessa reynslu og halda áfram að þróa leik sinn með næstu verkefni í huga.
Með honum í ferðinni var þjálfari hans, Nikita Stepanovs, sem hefur stutt hann í gegnum undirbúning og keppni.
Hnefaleikasamband Íslands er afar stolt af frammistöðu Viktors og hlakkar til að fylgjast með honum vaxa og þróast enn frekar á komandi árum.




















Comments