top of page

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands 2025

  • HNÍ
  • May 3, 2025
  • 1 min read

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands (HNÍ) fór fram laugardaginn 3. maí í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum.

Ársþingið var vel sótt og fór fram í góðum anda. Almar Ögmundsson var kjörinn þingstjóri og Kjartan Valur Guðmundsson ritari. Í kjörbréfanefnd sátu Hreinn Viðar Gunnlaugsson (Þór), Arnór Már Grímsson (HFH) og Daði Ástþórsson (HFR).

Jón Lúðvíks, formaður HNÍ, fór yfir starf sambandsins á liðnu starfsári. Einnig flutti Hafsteinn Pálsson ávarp fyrir hönd ÍSÍ.

Á þinginu voru kynntir og samþykktir ársreikningur og fjárhagsáætlun HNÍ samhljóða. Breytingar á gjaldskrá voru einnig samþykktar og uppfærð gjaldskrá er nú aðgengileg á heimasíðu sambandsins. Þá voru lagabreytingar samþykktar samhljóða.

Kosið var í stjórn HNÍ og er ný stjórn eftirfarandi:

  • Formaður: Jón Lúðvíks

  • Stjórnarmenn: Berglind Gunnarsdóttir, Kristjana Ósk Veigarsdóttir, Sævar Ingi Rúnarsson og Davíð Már Almarsson

  • Varamenn: Almar Ögmundsson og Gyða Eiríksdóttir

Skoðunarmenn reikninga eru Skúli og Þórarinn Hjartarsson.

HNÍ þakkar öllum fulltrúum félaganna fyrir þátttökuna og hlakkar til áframhaldandi samstarfs í þágu hnefaleika á Íslandi.

 
 
 

Comments


Hnefaleikasamband Íslands

Engjavegur 6, 104 Reykjavík 

Iceland

KT. 640806-0950 

hni@hni.is 

  • YouTube
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page