top of page
  • HNÍ

Úrslit ÍM 2023


Úrslitakeppni ÍM var haldin í dag í WCBA og voru sjö glæsilegar viðureignir.

Fyrsta viðureign var Mikael Hrafn (HR) og Ísak Guðnason (HFK) í -67kg flokki U19 karla en hann Mikael sigraði þessa viðureign á WO og var því krýndur Íslandsmeistari.


Önnur viðureign dagsins var Benedikt Gylfi (HFH) og Armandas Sangavicius (HFK) í -80kg U19 flokki karla. Báðir sýndu fram á glæsilega tækni en Armandas hafði yfirhöndina og tók því Íslandsmeistaratitilinn.


Zalmai Jasur (HFK) og Alexander Irving (GFR) í -67kg flokki Elite karla voru þeir þriðju til að stíga upp í hring og var þetta hörku viðureign. Alexander vann þessa viðureign á stigum og var krýndur Íslandsmeistari.


Þær Íris Daðadóttir (HR) og Hildur Ósk (HFR) í -70kg flokki Elite kvenna mættust í fjórðu viðureign dagsins og var gaman að sjá þessar flottu hnefaleikakonur mætast. Hún Íris sigraði þessa viðureign á stigum og var krýnd Íslandsmeistari.


Í fimmtu viðureign dagsins mættust þeir Björn Snævar (HFR) og Elmar Gauti (HR) í -80kg flokki Elite karla. Mjög spennandi viðureign en hann Elmar hafði yfirhöndina og sigraði viðureignina.


Sjötta viðureign dagsins var á milli þeirra Blazej Galant (GFR) og Þorsteini Helga (HFH) í -92 kg. Viðureignin var stöðvuð vegna meiðsla og Blazej tók sigur og var krýndur Íslandsmeistari.


Í síðustu viðureign dagsins mættust þeir Elmar Freyr (ÞÓR) og Magnús Kolbjörn (HFK). Þetta var æsispennandi viðureign enda mjög reyndir hnefaleikamenn. Elmar sigraði þessa viðureign á klofinni dómaraákvörðun og var því krýndur Íslandsmeistari.


Elmar Gauti var valinn hnefaleikamaður mótsins og var því afhentur Bensabikarinn til vörslu fram að næsta Íslandsmeistaramóti.


Á hverju ári er útnefndur besti boxari Íslandsmótsins og hlýtur hann Bensabikarinn, farandverðlaun tileinkuð minningu Benedikts Oddssonar sem lést fyrir aldur fram árið 2000. Bensi var í framlínu þeirra sem þá börðust fyrir lögleiðingu hnefaleika á Íslandi.

Myndir eftir Haroldas Buinauskas

bottom of page