top of page
LOGO.png

FRÉTTIR

Kristín Sif Björgvinsdóttir úr HR er hnefaleikakona ársins 2019, annað árið í röð. Kristín hefur átt 12 viðureignir á ferli sínum, þar af 6 á liðnu ári og sigrað 4 af þeim. Kristín hefur verið dugleg að sækja reynslu út fyrir landsteinana en tvisvar hefur hún farið á Golden Girl æfingabúðirnar í Svíþjóð. Í ár voru þær haldnar í Skene síðustu helgina í ágúst undir stjórn Cherrelle Brown, WBC heimsmeistara í hnefaleikum og þjálfara hennar, Sabatino Leo sem náð hefur einstökum árangri í þjálfun áhugamanna og atvinnumanna í hnefaleikum. Um 50 stelpur sóttu þessar glæsilegu búðir og komu þær úr hinum ýmsu klúbbum Skandinavíu. Undir lok búðanna hlaut Kristín Sif ásamt 5 öðrum stelpum sérstaka viðurkenningu fyrir góðan árangur sem er mikill heiður í ljósi úrtaksins og þeirra fagmanna sem stóðu að valinu. Kristín Sif hefur líka af þessum 12 bardögum ferils síns keppt helming þeirra utan landsteinanna en hún hreppti silfurverðlaun á Norðurlandamótinu í hnefaleikum annað árið í röð. Það er í fyrsta skiptið sem íslensk hnefaleikakona nær þeim árangri. Kristín hreppti einnig silfurverðlaun á Legacy cup, gríðarlega sterku alþjóðlegu móti sem haldið var í Noregi í október síðastliðnum, en í millitíðinni varð Kristín Sif síðan Íslandsmeistari í -75kg flokki kvenna er hún sigraði úrslitaviðureign sína á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum 2 mánuðum fyrir mótið í Noregi. Nú er Kristín í fullum undirbúningi fyrir Golden Girl Cup, eitt stærsta áhugamannamót heims í hnefaleikum sem haldið verður í Svíþjóð dagana 31.jan – 2.feb 2020 og ætlar hún sér stóra hluti þar.


Emin Kadri Eminsson úr HFK hefur verið kosinn sem hnefaleikamaður ársins 2019, einnig annað árið í röð. Emin sem varð 17 ára á árinu og er einn efnilegasti og virkasti hnefaleikamaður landsins. Emin byrjaði árið á að keppa á hnefaleikamóti á Norður Írlandi. Emin keppti þar við sterkan Íra og sigraði hann örugglega Hann var einnig valinn besti hnefaleikamaðurinn á mótinu sem telst góður árangur þar sem sterkir keppendur voru þar á meðal keppanda. Þar á meðal Evrópu silfurverðlaunahafi. Emin var skráður á Íslandsmeistaramótið enn því miður var enginn skráður í hans flokk. Emin tók þátt fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu sem haldið var í Finnlandi, þar sigraði hann Finnland í undanúrslitum enn tapaði gegn sterkum Dana í úrslitum. Í maí keppti síðan Emin á sterku móti í London þar sem hann stóð sig vel enn þurfti að lúta í lægra haldi í þeirri viðureign á móti gríðarlega sterkum breta sem er nú orðinn atvinnumaður í greininni. Emin hefur verið mjög virkur í keppnum og er nú búin að keppa sautján sinnum og sigra fjórtán af þeim viðureignum.

  • HNÍ

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram fimmtudaginn 30. maí 2019 í húsakynnum ÍSÍ að Engateigi í Reykjavík. Engar breytingar lágu fyrir fund í regluverki HNÍ. Ný stjórn var kjörin og var Ásdís Rósa Gunnarsdóttir endurkjörin formaður sambandsins. Með henni voru endurkjörin í stjórn Árni Stefán Ásgeirsson (varafomaður) og Áslaug Rós Guðmundsdóttir (ritari). Nýr gjaldkeri var kjörin Birna Árnadóttir og þar með hætti Jónas Heiðar Birgisson sem stjórnarmaður og gjaldkeri HNÍ frá upphafi. Stjórn HNÍ þakkar honum góð störf og gott samstarf undanfarin ár. Meðstjórnendur voru kosin Sólveig Harpa Helgadóttir, Rúnar Svavarsson og Steinunn Inga Sigurðardóttir. Varamenn voru kosin Ingólfur Þór Tómasson, Máni Borgarsson og Sigríður Birna Bjarnadóttir.

Engar breytingar voru gerðar á gjaldskrá HNÍ. Ársreikningur og fjárhagsáætlun var samþykkt.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ. Kolbrún Hrund ávarpaði þingið og bar þingfulltrúum kveðjur frá stjórn og starfsfólki ÍSÍ ásamt því að minna á helstu verkefni sem framundan eru hjá ÍSÍ.


Íslandmeistaramót í Hnefaleikum 2019 var haldið í nýjum húsakynnum Hnefaleikafélags Reykjaness nú fyrr í kvöld.

Ein undanviðureign var á mótinu og var hún haldin kl.11 eftir að dregið hafði verið í flokkinn. Þar drógust saman Fannar Þór Ragnarsson frá HR og Ásgrímur Egilsson frá HFK í -64kg flokki karla. Ágrímur stóð uppi sem sigurvegari á einróma dómaraákvörðun og fór því áfram í úrslit.

Úrslit mótsins fóru fram kl.18.

Fyrst var keppt í -81kg ungmennaflokki karla. Þar öttu kappi Karl Ívar Alfreðsson frá HAK og David Sienda frá HFR. David sigraði þar í öruggum leik.

Þá fór fram leikur í -60kg flokki kvenna. Þar fór Guðný Bernhard frá Æsi gegn Tinnu Von Waage frá HFK. Guðný sigraði þar á einróma dómaraákvörðun eftir harða rimmu.

Næst var keppt í -75kg flokki karla. Þar keppti Bjarni Ottósson frá HR gegn Arnóri Má Grímssyni frá HFH. Eftir mikinn dans fór Arnór með sigur á einróma dómaraákvörðun.

Fyrsti leikur eftir hlé var -75kg flokkur kvenna. Þar öttu kappi Kristín Sif Björgvinsdóttir frá HR og Hildur Ósk Indriðadóttir frá HFR. Hildur kom mjög sterk inn og sýndi að hún á heima í hringnum en þó ekki nóg til að vinna hina feykisterku Kristínu Sif sem stóð uppi sem sigurvegari á einróma dómaraákvörðun.

Næstsíðasti leikur mótsins var í -81kg flokki karla. Þar keppti Elmar Gauti Halldórsson frá HR gegn Hróbjarti Trausta Árnasyni frá HFK. Leikurinn var harður og feykijafn en sigurinn féll til Elmars Gauta á klofinni dómaraákvörðun.

Lokaleikur mótsins var síðan úrslit í -64kg flokki karla frá því um morguninn. Alexander Puchkov frá HR fór þar gegn Ásgrími Egilssyni frá HFK sem sigraði undanleikinn um morguninn. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og að lokum fór sigurinn til Ásgríms á einróma dómaraákvörðun.

Í lok móts var bæði valinn leikur mótsins og Bensabikarinn var afhentur þeim boxara sem talinn var hafa skarað fram úr á mótinu. Lokaleikur kvöldsins í -64 kg fl karla var valinn leikur mótsins og Arnór Már Grímsson fékk afhendan Bensabikarinn til varðveislu.

Heading 1

bottom of page