top of page
LOGO.png

FRÉTTIR

Fjögurra manna keppnislið heldur út á Norðurlandamótið


Hnefaleikasamband Íslands sendir fjóra einstaklinga út til Noregs á Norðurlandameistaramótið í hnefaleikum. Þetta er stórt skref fyrir okkar keppendur enda eru tveir keppendur að færa sig upp í elite flokk eftir að hafa náð mjög góðum árangri í yngri flokkunum.


Ferðalangarnir halda út í dag fimmtudaginn 13. Mars.


Norðurlandameistarinn okkar Erika Nótt Einarsdóttir kemur til með að færa sig upp í elite-flokk þar sem hún kemst í snertingu við nýjar stelpur og fær tækifæri til að máta sína hæfileika við þær bestu á Norðurlöndunum.


Eríka Nótt hefur dvalið erlendis upp á síðkastið og ætti að mæta hrikalega vel undirbúin í mótið eftir stífar æfingabúðir í þremur löndum. Erika hóf undirbúninginn í CIK, Danmörku, þar sem hún einbeitti sér mikið að tæknilegri getu, áður en hún færði sig til Edenderry í Írlandi. Að eigin sögn er bærinn lítill og gott sem ekkert annað að gera í bænum en að boxa, sem hún gerði 12 sinnum í viku og svaf í hnefaleikastöðinni. Þetta hefur verið mikilvæg reynsla fyrir Norðurlandameistarann okkar sem hefur fengið tækifæri til að sparra við stelpur á mjög háu stigi. Erika lauk svo undirbúningnum í Las Vegas en er núna komin aftur til Evrópu eftir dvölina sína þar.


Nóel Freyr er einnig að færa sig upp í Elite-flokk en hann stimplaði sig sterkt inn í flokkinn hérna heima með einróma dómaraákvörðun gegn Viktori Zoega á öðrum degi Vorbikarmótsins. Nóel hefur æft heima í undirbúningnum fyrir norðurlandameistaramótið en hann vann auðvitað til silfurverðlauna á norðurlandameistaramótinu síðast. Nóel hefur sýnt fram á miklar bætingar síðan þá og verður að teljast spennandi að sjá hvernig honum mun ganga í mjög sterkum flokki á erlendri grundu.


Björn Jónatan keppir á eldra ári í u19 flokki. Skagamaðurinn efnilegi tók sér frí frá bikarmótaröðinni í upphafi árs vegna meiðsla og ákvað að einbeita sér að Norðurlandameistaramótinu í stað þess að freista gæfunnar og eiga möguleika á því að gera meiðslin verri. Þó að hans hafi verið sárt saknað á bikarmótinu verður mjög spennandi og fróðlegt að sjá Björn á Norðurlandameistaramótinu þar sem hann hefur einbeitt sér að mótinu í langan tíma og spennandi að sjá hvað hann uppsker í Noregi þann 15. mars.


Ronald Bjarki er fjórði og síðasti Íslendingurinn sem við sendum út. Hann keppir í U19 ára flokki á sínu fyrsta Norðurlandameistaramóti. Ronald er ekki óvanur keppni á erlendri grundu. Hann vann til gullverðlauna á King of the Ring í nóvember í fyrra. Ronald Bjarki stöðvaði fyrri andstæðinginn sinn á mótinu og sigraði úrslitaviðureignina með einróma dómaraákvörðun.


Ronald Bjarki var tilbúinn í slaginn á bikarmótinu sem var að klárast en var óheppinn að fá ekki bardaga og þurfti að sætta sig við sæti á áhorfendapalli. Vonandi er hann því þeim mun hungraðri og tilbúinn til þess að sýna sínar bestu hliðar um helgina.


Dregið var í flokka í kvöld og mun Nóel Freyr hefja leikinn á morgun og keppir gegn Danmörk.

Ronald Bjarki og Björn Jónatann keppa síðan á laugardag en Erika Nótt var dregin beint í úrslit á sunnudaginn.


Við óskum þeim öllum góðs gengis um helgina.


ree

ree

Vorbikarmóti Hnefaleikasambands Íslands lauk formlega um helgina með verðlaunaafhendingu í húsakynnum Hnefaleikafélags Kópavogs sem hélt einnig 1. umferð mótsins. Hugmyndin að bikarmótinu, sem er nú haldið tvisvar á ári, kemur frá Kolbeini Kristinssyni atvinnu hnefaleikamanni (17-0) og hefur hann haft yfirumsjón með gangi mála.


Það voru frábærar viðureignir og góð stemning í öllum þremur umferðum bikarmótsins sem voru haldnar með 2 vikna millibili frá 25. janúar til 22. febrúar. Keppendum stóð til boða að berjast í mesta lagi þrisvar sinnum og fást 10 stig fyrir að sigra bardaga og 5 stig fyrir tap. Sá sem endar með flest stig eftir þrjár umferðir endar uppi sem sigurvegari mótaraðarinnar í sínum flokki.


Elmar Freyr frá hnefaleikafélaginu Þór sigraði bæði Magnús Kolbjörn og Sigurjón Guðnason í spennandi viðureignum og stóð uppi sem sigurvegari í A-flokki þungavigtarinnar. Eins og aðrir sigurvegarar Vorbikarmótaraðarinnar hefur hann þar með unnið sér inn pláss í hringnum á Konga- og drottningamóti HNÍ og mætir þar sigurvegurum Haustmótaraðarinnar.


Ágúst Davíðsson (Þór) sigraði B-flokkinn með tveimur sigrum gegn Deimantas Zelvys.


Demario Elijah Anderson (HFK) sigraði sinn flokk með 25 stig eftir þrjár umferðir.


Benedikt Gylfi Eiríksson (HFH) sigraði 75 kg flokkinn með 20 dramatísk stig eftir svakalegar viðureignir gegn William Þór (HR) og Ísaki Guðnasyni (HFK). Viðureignin milli Benedikts og Ísaks vakti mikla athygli áhorfenda og skapaði mikla umræðu í hnefaleikasamfélaginu. William Þór og Ísak áttu að mæstast á þriðja keppnisdegi en þeir voru þá báðir með 5 stig eftir sitt hvorn bardagann og ekki nægilega mörg stig eftir í pottinum til þess að jafna stigafjölda Benedikts. Þetta var fyrsta mót Benedikts í fullorðinsflokki.


Annar nýliði sem átti sterka innkomu inn í bikarmótaröðina var Úkraínumaðurinn Vitalii Korshak. Vitalii hefur mikla reynslu af bardagaíþróttum í heimalandinu sínu en kemur til Íslands sem flóttamaður. Vitalii sýndi flotta tilburði gegn Steinari Bergsyni í fyrstu umferð og Dorian James Anderson í annarri umferð. Vitalii sigraði 75 kg B-flokkinn en Steinar og Dorian mættust á þriðja keppnisdegi til að handsama annað sætið og var það Steinar sem hafði sigur úr býtum.


- 70kg flokkurinn vakti mikla athygli en í honum voru þrír keppendur: Nóel Freyr Ragnarsson, Teitur Þór Ólafsson og Viktor Zoega. Liðsfélagarnir frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, Nóel og Teitur, kusu að keppa ekki við hvorn annan en þeir kepptu hvor viðureignina við Viktor Zoega. Báðum liðsfélögunum tókst að lenda sigri gegn Viktori og endaði flokkurinn því með þrefalt jafntefli þar sem allir keppendur fengu 10 stig.


Það var svo Viktor Örn Sigurðsson (HFK) sem sigraði -85 kg (U17) flokkinn með 20 stig.


Alejandro Cordova Cervera (HFH) sigraði - 75 kg (U19) A-flokkinn


Jakub Biernat frá Þór sigraði - 75 kg (U19) B-flokkinn með þreföldum sigri gegn Hlyn Þorra (HFK).


Jökull Bragi Halldórsson (U17) sigraði -66 kg. B-flokkinn með þreföldum sigri gegn Tomas Barsciavicius


Arnar Jaki Smárason (HFK) sigraði -66 kg (U17) flokkinn með fullt hús stiga.


Volodymyr Moskvychov sigraði - 60kg (U17) flokkinn eftir tvær viðureignir gegn Birni Helga Jóhannssyni (HR).


Alan Alex Szelag Szadurski sigraði - 57kg (U15) eftir tvöfaldan sigur á Sigurbergi frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur



Tristan Styff Sigurðsson sigraði léttasta flokkinn, - 50 kg U15, gegn Hilmari Þorvarðarsyni.


Bikarmótaröðun - Dagur 2

 

Annar dagur Bikarmótaraðarinnar fór fram um síðustu helgi. Mótið fór fram í húsakynnum HFH í Dalshrauni 10 og gæti þetta hafa verið síðasta skipti þar sem mótið er haldið í því húsnæði. HFH gæti verið að flytja í nýtt og betra húsnæði von bráðar.

 

Það var hrikalega vel og tímanlega mætt í Dalshraunið og góð orka í salnum. Á dagskrá voru 14 bardagar í heildina þar sem um var að ræða endurleiki frá fyrsta degi Bikarmótsins í bland við nýjar viðureignir.

 

Þriðji dagur mótaraðarinnar verður haldinn þann 22. febrúar í húsakynnum WCBA í Kringlunni.

Úrslit:

 

50 kg (U15) - Tristan Styff Sigurðsson (HFH) sigraði Hilmar Þorvarðarson (HR) með klofinni dómaraákvörðun.      

 

57 kg (U15) - Alan Alex Szelag Szadurski (HFK) sigraði Sigurberg Einar Jóhannsson (HR) með klofinni dómaraákvörðun.

 

60 kg (U17) - Volodymyr Moskvychov (HAK) sigraði Björn Helga Jóhannsson (HR).

 

66 kg (U17) - Arnar Jaki Smárason fær dæmdan sigur gegn Arnari Geir Kristbjörnssyni.

 

65 kg (66 kg U17) - Jökull Bragi Halldórsson (HR) sigraði Tomas Barsciavicius (HFH) með einróma ákvörðun.

 

65 kg (66 kg U17) - Kormákur Steinn Jónsson (HFK) sigraði Almar Sindri Daníelsson Glad (HAK).

 

75 kg (U19) - Jakub Biernat sigraði Hlyn Þorri Helguson með einróma dómaraákvörðun.

 

75 kg (73,5 kg) - Alejandro Cordova Cervera  (HFH) sigraði Mihail Fedorets með einróma dómaraákvörðun.

 

85 kg - (U17) Róbert Smári Jónsson (HAK) sigraði Adrian Pawlikowski (HFH) með klofinni dómaraákvörðun.

70 kg - Nóel Freyr Ragnarsson (HR) sigraði Viktor Zoega (Bogatýr) með einróma dómaraákvörðun.

75kg - Vitalii Korshak Dorian (Bogatýr) sigraði James Anderson (HFK) með einróma dómaraákvörðun.

75 kg - Benedikt Gylfi Eiríksson (HFH) sigraði Ísak Guðnason (HFK) með einróma dómaraákvörðun.

90 kg+ Ágúst Davíðsson (Þór) sigraði Deimantas Zelvys (HFH) þar sem dómarinn stöðvaði bardagann.

90kg+ Elmar Freyr Aðalheiðarson (Þór) sigraði Magnús Kolbjörn Eiríksson (HFK)


ree

Heading 1

Hnefaleikasamband Íslands

Engjavegur 6, 104 Reykjavík 

Iceland

KT. 640806-0950 

hni@hni.is 

  • YouTube
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page