Hnefaleikafólk ársins 2017 hefur verið valið í kosningu allra félaga innan vébanda HNÍ. Til lukku Margrét og Jafet.

Margrét Guðrún Svavarsdóttir

Margrét er 19 ára og hefur æft hnefaleika frá árinu 2012. Margrét hóf feril sinn í diplomahnefaleikum og lauk öllum þrepum diplomastigans á tveimur árum. Hún hefur unnið til gullverðlauna á erlendum stórmótum, þar á meðal á Hvidovre Box Cup 2014. Á árinu hefur Margrét unnið allar innlendar viðureignir sínar, þar á meðal er hún núverandi Íslandsmeistari í -75kg flokki kvenna. Á Norðurlandameistaramótinu í Danmörku í ár fékk hún silfrið í sínum flokki eftir jafnan úrslitaleik. Margrét er fyrirmyndar íþróttakona, innan og utan vallar. Hún sinnir sjálfboðaliðastörfum fyrir sambandið og sækir námskeið á þeirra vegum.

Jafet Örn Þorsteinsson

Jafet er 28 ára og hefur æft hnefaleika frá því hann var unglingur, fyrst í Svíþjóð og seinna hér á landi. Jafet hefur verið mjög virkur á árinu og byrjaði árið með að tryggja sér Íslandsmeistaratitillinn í fjórða sinn. Jafet var valinn hnefaleikamaður Íslandsmeistaramótsins í þriðja sinn í röð og hlaut fyrir vikið Bensabikarinn til eignar. Hann keppti á fjórum stórmótum erlendis á árinu. Í apríl keppti hann fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu enn þar tapaði hann á klofinni dómaraákvörðun á móti Oliver Flodin sem mun keppa fyrir Svíþjóð á Ólympíuleikunum 2020. Því næst keppti hann í júní á Haringey mótinu í Englandi, (430 keppendur skráðir). Þar keppti Jafet í A klass flokki en slasaðist í annarri lotu eftir skalla í fyrstu viðureign og fór ekki áfram á mótinu. Því næst keppti Jafet í nóvember á ACBC í Gautaborg (450 keppendur skráðir) en þar tapaði hann á klofinni dómaraákvörðun í fyrstu viðureign á móti sigurvegara mótsins eftir mjög jafnan og skemmtilegan bardaga. Jafet keppti síðan fyrir hönd Íslands í nóvember á Tammer Tournement í Finnlandi enn þar datt Jafet út í fyrstu viðureign á móti sigurvegara mótsins frá því í fyrra en var landi sínu til sóma í stærsta flokki mótsins.

#HNÍ


Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram sunnudaginn 21. maí í húsakynnum ÍSÍ að Engjateigi í Reykjavík en þingið fer fram á hverju ári. Fyrir þinginu lágu þó nokkrar breytingar á regluverki HNÍ, m.a. vegna breytinga hjá AIBA, reglum alþjóðahnefaleikasambandsins. Ný stjórn var kjörin og var Ásdís Rósa Gunnarsdóttir endurkjörin formaður sambandsins. Með henni voru endurkjörin í stjórn Árni Stefán Ásgeirsson (varaformaður), Jónas Heiðar Birgisson (gjaldkeri), Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir (ritari) og Áslaug Rós Guðmundsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir og Sólveig Harpa Helgadóttir meðstjórnendur. Endurkjörnir varamenn voru Oliver Máni Oliversson og Máni Borgarsson. Nýr varamaður var Sigríður Birna Bjarnadóttir. Á þinginu var meðal annars samþykkt breyting á gjaldskrá HNÍ og regluverk diplomahnefaleika staðfest og innlimað í regluverk HNÍ. Hnefaleikafélag Akureyrar varð fullgilt aðildarfélag innan HNÍ frá og með ársþinginu. Fulltrúi ÍSÍ var Gunnar Bragason gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ og hélt hann stutta tölu á þinginu.

#HNÍ #Ársþing2017

  • HNÍ

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands verður haldið í Laugardalnum þann 21.maí næstkomandi kl.13.

Ársskýrslu 2016 er að finna í skjölum hér á síðunni.

#Ársþing2017

FRÉTTIR

 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands

Icelandic Boxing Federation

Engjavegur 6  |  104 Reykjavík  |  Iceland

KT. 640806-0950  |  hni@hni.is

  • Facebook Social Icon
  • YouTube Social  Icon
  • Instagram Social Icon